58. fundur
velferðarnefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. maí 2023 kl. 13:00


Mætt:

Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) formaður, kl. 13:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 13:00
Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 15:33
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 13:00
Jódís Skúladóttir (JSkúl), kl. 13:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 13:00
Vilborg Kristín Oddsdóttir (VKO) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 13:00

Ásmundur Friðriksson boðaði forföll.
Jódís Skúladóttir vék af fundi kl. 14:21
Óli Björn Kárason vék af fundi kl. 15:25.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundabúnaði.

Nefndarritari: Brynjar Páll Jóhannesson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Fundargerðir 51., 52. og 53. fundar samþykktar.

2) 940. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Friðrik Jónsson og Ingvar Sverrisson frá Bandalagi háskólamanna.

3) 986. mál - heilbrigðisþjónusta o.fl. Kl. 13:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Friðrik Jónsson og Ingvar Sverrisson frá Bandalagi háskólamanna, Runólf Pálsson, Elísabet Benediktz, Aðalbjörgu Guðmundsdóttur og Þórunni Oddnýju Steinsdóttur frá Landspítala, Maríu Fjólu Harðardóttur og Þorbjörgu Ingu Þorsteinsdóttur frá Hrafnistu, Guðbjörgu Pálsdóttur, Jón Sigurðsson og Helgu Rósu Másdóttur frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Söndru B. Franks og Ágúst Ólaf Ágústsson frá Sjúkraliðafélagi Íslands.

4) 856. mál - heilbrigðisstarfsmenn Kl. 15:32
Nefndin ræddi málið.

5) 940. mál - aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustöðum Kl. 15:42
Nefndin samþykkti með vísan til 51. gr. þingskapa að óska eftir minnisblaði frá félags- og vinnumarkaðsráðuneyti þar sem fram komi afstaða ráðuneytisins til þeirra umsagna sem nefndinni hafa borist um málið.

6) Önnur mál Kl. 15:43
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:43